02.02.1971
Sameinað þing: 24. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 687 í D-deild Alþingistíðinda. (4429)

330. mál, tannviðgerðir skólabarna

Fyrirspyrjandi (Lúðvík Jósefsson):

Herra forseti. Ég hef leyft mér að flytja svo hljóðandi fsp.:

„Hvaða ástæður liggja til þess, að nú hefur ríkissjóður hætt að greiða hluta af tannviðgerðum skólabarna á móti sveitarfélögum?“

Fsp. skýrir sig sjálf, og ég vænti þess, að hæstv. menntmrh. sjái sér fært að veita hér svör við því, sem um er spurt.