26.01.1971
Sameinað þing: 22. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 689 í D-deild Alþingistíðinda. (4436)

336. mál, heimavistarkostnaður

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Þm. munu yfirleitt vera þeirrar skoðunar, að óþarflega mikill tími þingsins fari í umr. um fsp. og þá sérstaklega í lestur ítarlegra skýrslna, einkum töluskýrslna, sem svara við fsp. Þessari fsp. er ekki unnt að svara öðruvísi en með alllangri skýrslu. Þess vegna hef ég leyft mér þá nýbreytni að láta útbýta meðal þm. og þá jafnframt þingfréttaritara blaða og útvarps svari við fsp. og vona, að hæstv. forseti fallist á, að þetta skuli teljast fullnægjandi svar. Þetta hefur legið á borðum þm. síðan þingfundur var settur. Ef þetta verður ekki talið fullnægjandi, er ég að sjálfsögðu reiðubúinn til þess að bæta upplýsingum við eða skýra skýrsluna nánar. Ég held, að hún megi teljast algerlega tæmandi. Þetta er nýbreytni, sem ég vona, að hv. þm. taki vel, því að hún ætti að geta orðið til þess, ef áframhald verður á slíku, að spara okkur öllum tíma.