09.02.1971
Sameinað þing: 25. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 726 í D-deild Alþingistíðinda. (4489)

195. mál, skipting tekna af launaskatti

Fjmrh. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Í fsp. er óskað upplýsinga um tiltekna skiptingu á launaskatti á árinu 1969 eða 1970. Það er því miður ekki hægt að fá fullnægjandi upplýsingar um árið 1970, en eftir því sem næst verður komizt varðandi árið 1969 um skiptingu á innheimtum launaskatti milli þeirra stofnana, sem spurt er að í hinum þremur liðum fsp., þá er skiptingin sem hér segir:

Heildarlaunaskattur 1969, sem lagður var á laun á því ári, var 166.7 millj. kr. Skatturinn skiptist þannig: Á ríkisfyrirtæki í a-hluta ríkisreiknings 15.2 millj., á fyrirtæki í b-hluta ríkisreiknings 13.6 millj., á ríkisbanka 2.4 millj. eða samtals á fyrirtæki, sem spurt er um í 1. lið, 31.2 millj. kr. eða 18.7%. Sveitarfélög hafa greitt 11.2 millj. kr., þar af bæjarútgerðir 1.2 millj., og er hlutfallstalan 6.7%. Launaskattur annarra aðila var því 124.3 millj. eða 74.6%.