09.02.1971
Sameinað þing: 25. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 726 í D-deild Alþingistíðinda. (4493)

350. mál, náttúruvernd

Fyrirspyrjandi (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Þessi fsp. þarf ekki langrar framsögu víð, en áhugamenn um náttúruverndarmál voru mjög ánægðir, þegar hæstv. forsrh. lýsti því yfir í sinni nýársræðu, að ríkisstj. mundi flytja náttúruverndarfrv. og beita sér fyrir nýrri lagasetningu í því efni. Þessi fsp. er flutt eingöngu til þess að minna á, hversu áliðið er orðið þingtímans, ef ætlunin er að ljúka þinginu jafnvel fyrir páska. Menn hafa orðið áhyggjur af þeim málum, sem ekki eru enn þá komin fram, en ættu að ná fram að ganga, og þetta er eingöngu flutt í því skyni að láta í ljósi slíkar áhyggjur við hæstv. ríkisstj.