09.03.1971
Sameinað þing: 32. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 775 í D-deild Alþingistíðinda. (4590)

226. mál, læknisþjónusta í héruðum

Sjútvrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Eins og fram hefur komið í þessum umr., uppálagði Alþ. rn. ákveðið að leita tilnefningar ákveðinna aðila í nefndina, og ég hygg, að sú hugmynd flm., að í nefndinni skyldu eiga sæti fulltrúar frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, hafi átt að tryggja það, að samband væri við sveitarfélögin haft. Um samband þeirra við einstök sveitarfélög veit ég ekki, en ég veit, að fulltrúi sveitarstjórnasambandsins hefur setið hvern fund nefndarinnar, og ég hygg, að hann hafi alveg á því ráð og rænu að kynna sér þau mál á þeim stöðum, sem verst eru settir í dag með þessi mál. En eins og ég segi, um samband nefndarinnar við einstök héruð eða héraðastjórnir get ég ekki upplýst á þessari stundu.