19.11.1970
Efri deild: 19. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 851 í B-deild Alþingistíðinda. (824)

121. mál, afstaða foreldra óskilgetinna barna

Utanrrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Það er raunverulega það sama um þetta frv. að segja eins og um frv. til l. um breytingu á almannatryggingalögum, sem við vorum að ræða hér áðan. Hvor tveggja þessi frv. eru nokkurs konar fylgifiskar með frv. um Innheimtustofnun sveitarfélaga, sem hér var til umr. einnig nú. Það er ekki nein breyting eða nein ný ákvæði í þessu frv., nema þau, sem leiða af samþykkt frv. um Innheimtustofnun sveitarfélaga.

Ég vil svo leyfa mér, herra forseti, aðeins að leggja til, að frv. verði vísað að lokinni umr. til 2. umr. og hv. heilbr.- og félmn.