14.12.1970
Efri deild: 30. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 869 í B-deild Alþingistíðinda. (868)

173. mál, lyfsölulög

Sjútvrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. þetta þarfnast ekki langrar framsögu. Sú ein breyt. felst í því frá gildandi tilhögun, að lagt er til að koma eftirlitsmálum lyfjaverzlana og lyfsala í viðunandi horf. Það hefur hingað til verið aðeins að hluta, eða hálfs dags starf, og fyrirhugað er að gefa út sérstaka reglugerð, ítarlegri en þá, sem í gildi er um þessa hluti, og það er nauðsynlegt, að sérstakur lyfjafræðingur annist þessi störf og starfi innan heilbrmrn. og vinni að þeim eingöngu. Þetta er sú ein breyting, sem frv. þetta felur í sér, og nánar er skýrt frá í grg. með málinu, en óskir um þetta efni höfðu borizt frá háskólanum og landlækni, eins og sést á fskj., sem frv. fylgir.

Ég legg til, herra forseti, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. heilbr.- og félmn.