18.03.1971
Neðri deild: 64. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 926 í B-deild Alþingistíðinda. (988)

249. mál, aukatekjur ríkissjóðs

Fjmrh. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Frv. þetta er flutt af nákvæmlega sömu ástæðum og frv. um breyt. á lögum um stimpilgjald. Frv. gerir ekki ráð fyrir annarri breytingu en þeirri, sem beinlínis leiðir af gildistöku hins nýja fasteignamats, og er byggt á sömu hugsun og liggur að baki breytingu á stimpilgjaldslögunum, að tekjuauki verði ekki hjá ríkissjóði af þessum sökum, og er því lagt til í frv., að þinglýsingargjald vegna fasteigna sérstaklega lækki úr 0.5% í 0.15%. Aðrar breytingar eru ekki gerðar á aukatekjulögunum, þar eð fasteignamatið nýja hefur ekki önnur áhrif á gjöld samkv. því.

Ég legg til einnig, herra forseti, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. fjhn.