26.10.1971
Sameinað þing: 7. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1343 í B-deild Alþingistíðinda. (1009)

6. mál, fjáraukalög 1969

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Á þskj. 6 er frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1969. Það skortir á 665.6 millj. kr., að heimild Alþ. sé fyrir þeim útgjöldum, sem þar fóru fram úr áætlun fjárlaga og þeirra laga annarra, sem sérstaklega höfðu verið samþ. um fjárveitingar. Við afgreiðslu á ríkisreikningi fyrir árið 1969 lögðu yfirskoðunarmenn ríkisreikninga til, að leitað yrði heimildar fyrir öllum þessum greiðslum, sem hér er till. um, og er þar um að ræða greiðslur vegna allra rn. nema viðskrn. Þetta frv. gerir ráð fyrir því, að Alþ. heimili þessar greiðslur, og lagt er því til með þessu frv., að þær verði samþykktar.

Ég legg til, herra forseti, að frv. verði vísað að lokinni þessari umr. til 2. umr. og hv. fjvn.