01.11.1971
Efri deild: 8. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1344 í B-deild Alþingistíðinda. (1020)

11. mál, stöðugt verðlag

Forsrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Þetta frv. er um staðfestingu á brbl. um framlengingu verðstöðvunarlaga til áramóta. En jafnframt því sem verðstöðvunarlög voru framlengd til áramóta, var gerð sú breyting á, sem hv. þm. er kunn, að það voru leiðrétt þau ákvæði í verðstöðvunarlögunum, sem lutu að vangreiðslu á vísilölu, þannig að kaupgjaldsvísitalan var leiðrétt um 1.3 vísitölustig, sem fellt hafði verið niður í verðstöðvunarlögum, og tekin inn í vísitöluna þau 2 vísitölustig, sem ekki áttu inn í hana að reiknast samkv. verðstöðvunarlögum. Þetta frv. er sem sagt aðeins um staðfestingu á þessum brbl., um framlengingu verðstöðvunarlaganna. Mér er ekki kunnugt um, að útgáfa þeirra brbl. eða sú ákvörðun að framlengja verðstöðvunina til áramóta hafi sætt nokkurri gagnrýni, heldur hygg ég, að hún hafi af öllum eftir atvikum verið talin eðlileg. Þess vegna sé ég nú ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta mál, nema tilefni gefist til. Ég vil leyfa mér, herra forseti, að leggja til, að þessu frv., sé að lokinni umr. vísað til 2. umr. og til hv. fjhn.