24.11.1971
Neðri deild: 17. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 69 í B-deild Alþingistíðinda. (104)

5. mál, áfengislög

Jóhann Hafstein:

Herra forseti. Ég hef skilið þetta frv. þannig, að það sé miðað við það, að óheimilt sé að flytja til landsins öl, sem hefur inni að halda meira áfengismagn eða af vínanda að rúmmáli en heimilt er að framleiða hér innanlands. Og ef till. hv. 10. þm. Reykv. yrði samþ., að heimilt væri að framleiða hér innanlands öl með vínanda að rúmmáli um 4.5%, þá geri ég ráð fyrir, að þyrfti að breyta einnig 1. gr. Ég tel þess vegna eðlilegt — (Gripið fram í.) Trúlega, já. Þess vegna held ég, að eðlilegt væri að fresta umr. um þetta mál og láta málið ganga til n. til athugunar á þessu atriði, áður en til atkv. um þetta yrði gengið.