21.04.1972
Neðri deild: 64. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1377 í B-deild Alþingistíðinda. (1055)

227. mál, virkjun Lagarfoss

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég mun hafa skrifað undir nál. allshn. með fyrirvara, en hafði ekki tækifæri til að gera grein fyrir honum við 2. umr. Ég vil aðeins skýra frá því, að þessi fyrirvari lýtur að því, að ég vil leggja sérstaka áherzlu á það, sem fram er tekið í niðurlagi grg., að sú stækkun, sem heimiluð er á vatnsvélum, verði ekki til þess að breyta á neinn hátt fyrirhuguðum mannvirkjum á þessum stað, t.d. að hækka vatnsborð eða annað slíkt, og ef því er ekki andmælt mun ég leyfa mér að líta svo á, að sá sé skilningur manna á þessu málsatriði.