24.11.1971
Neðri deild: 17. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 69 í B-deild Alþingistíðinda. (106)

5. mál, áfengislög

Forseti (GilsG):

Ég vil í tilefni af því, sem hv. 10. þm. Reykv. nú sagði og beindi til mín, aðeins segja það, að þó að það sé að sjálfsögðu heimilt að þingsköpum að bera fram brtt. á þessu stigi máls, þá verð ég að líta þannig á, að það sé a.m.k. óvenjuleg málsmeðferð að flytja svo veigamikla brtt. eins og hér er um að ræða við 3. umr. máls í síðari d. (PS: Ef samþykkt er, þá er önnur d. eftir.) Að athuguðu máli sýnist mér, að sú ábending, sem fram kom hjá hv. 1. þm. Reykv., sé réttmæt og að þetta atriði þurfi verulegrar athugunar við, að því er varðar aðrar gr. frv., sem þá kynnu að þurfa að breytast. Því tel ég þá málsmeðferð eðlilegasta og mun leggja hana til, að umr. um málið verði frestað og þess óskað, að sú n., sem hafði málið til meðferðar, sem ég hygg að hafi verið hv. allshn., taki þessa brtt. og þá frv. í sambandi við hana til sérstakrar meðferðar, áður en málið verður endanlega afgreitt.