25.11.1971
Neðri deild: 18. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1417 í B-deild Alþingistíðinda. (1154)

91. mál, ferðamál

Félmrh. (Hannibal Valdimarsson):

Herra forseti. Málið, sem hér er til umræðu, frv. til l. um breyt. á l. um ferðamál, nr. 4 14. febr. 1969, er frv. til staðfestingar á brbl., sem fyrrv. ríkisstj. setti á liðnu ári. Eins og fram kemur á fskj. með frv., er hér einungis um það að ræða að staðfesta brbl., sem fóru fram á það, að 8 millj. kr. lántöku yrði bætt við þær heimildir, sem Ferðamálasjóður hafði áður haft til þess að taka lán til starfsemi sinnar. Efni frv. er þetta og þetta eitt, og þykir mér ekki hlýða að hafa fleiri orð um það.

Ég vænti þess, að menn fallist á það að staðfesta þessi brbl. fyrrv. ríkisstj., sem auðvitað liggja nú hér fyrir Alþ. til staðfestingar.