12.05.1972
Efri deild: 79. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1418 í B-deild Alþingistíðinda. (1165)

91. mál, ferðamál

Frsm. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Frv. þetta er til staðfestingar á brbl., sem út voru gefin í maímánuði 1971 með hliðsjón af því, hvort skorti nokkuð á, að lántökuheimild Ferðamálasjóðs, sem þá var í lögum miðuð við 40 millj. kr., fullnægði útlánamarkmiðum sjóðsins á því ári, og var þess vegna ákveðið með þessum lögum, að lántökuheimildin hækkaði um 8 millj.

Fjhn. þessarar hv. d., sem fékk þetta mál til meðferðar, hefur athugað það og leggur hún til, að það verði samþ. óbreytt.