12.05.1972
Efri deild: 79. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1421 í B-deild Alþingistíðinda. (1182)

118. mál, aðstoð ríkisins við kaupstaði og kauptún vegna landakaupa

Frsm. (Bjarni Guðbjörnsson):

Herra forseti. Fjhn. þessarar d. hefur athugað frv. það, sem hér liggur, og mælir n. einróma með samþykkt frv. óbreytts. Samkv. gildandi lögum um aðstoð ríkisins við kaupstaði og kauptún vegna landakaupa er fjmrn. nú heimilt að fella niður þinglesturs- og stimpilgjöld af lánsskjölum fyrir löndum og lóðum, sem keypt eru eða keypt hafa verið með aðstoð ríkisins. Sú breyting, sem gerð er með þessu frv., er, að fjmrn. fær nú heimild til að fella niður þinglesturs- og stimpilgjöld af afsalsbréfum og öllum lánsskjölum fyrir löndum og lóðum, sem sveitarfélög kaupa, enda þótt sveitarfélögin njóti ekki aðstoðar ríkisins samkv. lögum þessum. Fjhn. leggur einróma til, að frv. verði samþ. óbreytt.