15.05.1972
Neðri deild: 80. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1460 í B-deild Alþingistíðinda. (1268)

222. mál, læknaskipunarlög

Frsm. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Frv. það til jarðræktarlaga, sem hér liggur fyrir, er stjfrv., flutt í hv. Ed. Að stofni til er frv. unnið af nefnd kjörinni af Búnaðarþingi. Og Búnaðarþing sjálft hefur um málið fjallað, en það hafði óskað heildarendurskoðunar á jarðræktarlögunum. Hv. Ed. gerði þá breytingu að fella niður IV. kafla frv. um erfðaleigulönd. Breytingin var gerð shlj. og á þeim forsendum, að ákvæði þess kafla séu nú óvirk orðin. Aðrar breytingar, sem hv. Ed. gerði á þessu frv., eru óverulegar, nánast orðalagsbreytingar. Þær voru einnig gerðar shlj. Landbn. þessarar hv. d. leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt.