19.10.1971
Neðri deild: 3. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 74 í B-deild Alþingistíðinda. (129)

2. mál, ríkisútgáfa námsbóka

Menntmrh. (Magnús T. Ólafsson):

Herra forseti. Varðandi fsp. hv. 10. þm. Reykv. er það að segja, að mér er nú ekki nákvæmlega ljóst ennþá, hvort hann á við, hvort ríkisstj. sé kunnugt um, hverju nemi á vísitölufjölskyldu niðurfelling námsbókagjaldsins eins, eða aðrar breytingar líka. (Gripið fram í.) Samkv. þeim útreikningum, sem hér liggja fyrir, er um að ræða 19.3 millj. kr. Það er sú heildarupphæð, sem hverfur úr nefskattheimtunni, en greiðist beint úr ríkissjóði eftir þessum brbl. Því miður hef ég ekki á takteinum tölur um það, hvernig þessar 19.3 millj. skiptast, hvað kemur í hlut hverrar vísitölufjölskyldu, en það er að sjálfsögðu unnt að reikna út og skal fúslega gert fyrir hv. þingmann. (Gripið fram í: Fyrir hv. þingmenn.) Að sjálfsögðu.