15.05.1972
Neðri deild: 80. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1517 í B-deild Alþingistíðinda. (1316)

209. mál, Sölustofnun lagmetisiðnaðarins

Forseti (GilsG):

Í tilefni af þeim orðum, sem hv. 2. þm. Vestf. mælti til mín í sambandi við afgreiðslu þessa máls við 2. umr., þá vil ég aðeins segja það, að ég er mér ekki þess meðvitandi að hafa flýtt afgreiðslu málsins með óeðlilegum hætti, — framsaga var að vísu stutt, og ég held, að málið hafi gengið fyrir sig á algerlega eðlilegan máta. Ég er nú raunar hissa á því, að jafnsprettharður maður og hv. 2. þm. Vestf. skuli hafa verið of seinn að kveðja sér hljóðs við þá umr., en það er bót í máli, að hann varð nægilega fljótur til nú, og hefur nú gert grein fyrir sínu máli og lagt hér fram skrifl. brtt., sem þarf afbrigða við, og mun ég leita afbrigða, svo að hún megi koma fyrir.