26.04.1972
Neðri deild: 66. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1677 í B-deild Alþingistíðinda. (1525)

10. mál, erfðafjárskattur

Forseti (GilsG):

Það hefur komið fram ósk um það frá hv. 1. þm. Reykv., að þessari umr. verði nú frestað og þá athugað, hvort hv. n. vill líta á málið að nýju í sambandi við ábendingar, sem fram hafa komið. Ég vil í tilefni af þessu aðeins minna á það, að málið er hér í fyrri d. og á eftir að fara til síðari d., en allt um það. Þar sem fram kom hjá hv. þm., að það muni ekki af hans hálfu eða hans flokksbræðra verða gerð tilraun til þess að tefja þetta mál á neinn hátt, mun ég verða við þessum tilmælum og fresta nú 2. umr. um málið og vænti þess þá, að hv. n. liti á málið að nýju, ef henni sýnist svo, en það þyrfti þá að geta orðið hér á dagskrá fljótlega eða strax eftir helgi.