17.05.1972
Efri deild: 86. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1686 í B-deild Alþingistíðinda. (1546)

10. mál, erfðafjárskattur

Utanrrh. (Einar Ágústsson):

Herra forseti. Þegar mál þetta var hér til fyrri umr. fyrr í dag, þá hafði ég ráðgert að segja örfá orð í tilefni af þeim brtt., sem hv. 6. þm. Reykv. flutti, og þá einkum að því er varðaði erfðafjárskatt af erfðahlut eftirlifandi maka, sem mér finnst vissulega ástæða til þess að endurskoða. Mér er ljóst, að þetta frv. þarf að fá framgang, enda er það samdóma álit allra þeirra, sem hér hafa til máls tekið og undir nál. skrifað. Ég ætla þess vegna aðeins að láta það nægja nú að vísa til þess, sem hv. 1. þm. Vestf. sagði um þetta mál, að ég tel, að þurfi að endurskoða ákvæði þessa frv., þó að lögum verði, og mun eins og hann reyna að stuðla að því, að svo verði gert.