13.05.1972
Neðri deild: 77. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1789 í B-deild Alþingistíðinda. (1795)

77. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. (Svava Jakobsdóttir):

Herra forseti. Allshn. hefur haft til athugunar frv. til l. um veitingu ríkisborgararéttar, og leggur n. til, að frv. verði samþ. með þeim breytingum, sem n. gerir till. um á sérstöku þskj., 760. Einstakir nm. áskilja sér þó rétt til að fylgja brtt. við 2. gr. frv. og einn nm., Stefán Valgeirsson, var fjarstaddur afgreiðslu málsins.

Við afgreiðslu þessa frv. og athugun á nýjum umsóknum, sem bárust, eftir að frv. var lagt fram, hefur verið fylgt þeim reglum, sem allshn. beggja þd. settu í nál. árið 1955 og hafa síðan verið gerðar nokkru fyllri. Eru reglur þessar prentaðar í nál. Umsækjendur, sem n. leggur til að öðlist íslenzkan ríkisborgararétt, fullnægja þessum skilyrðum og enginn þeirra hefur, að því er bezt verður vitað, sætt þeim viðurlögum hér á landi, sem hindri, að honum verði veittur íslenzkur ríkisborgararéttur.

Eftir að n. hafði gengið frá brtt. sinni á þskj. 760, barst enn ein umsókn. Er þar um að ræða færeyska konu, Katora Margreta Debes að nafni, sem hefur verið búsett hér á landi síðan 1963. Hún uppfyllir öll skilyrði til þess að öðlast íslenzkan ríkisborgararétt. Vegna þess að ekki gafst tóm til þess að láta prenta brtt., leyfi ég mér að afhenda hæstv, forseta skrifl. brtt. frá allshn. Hefur n. orðið sammála um að mæla með, að umsókn þessarar konu verði einnig tekin til greina og samþykkt.

Legg ég svo til herra forseti, að frv. verði vísað til 3. umr. og það samþ. ásamt brtt. nefndarinnar.