17.05.1972
Efri deild: 85. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1790 í B-deild Alþingistíðinda. (1804)

77. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. (Björn Fr. Björnsson):

Herra forseti. Allshn. hefur íhugað frv. um veitingu ríkisborgararéttar, eins og það hefur komið hingað frá Nd., en sameiginleg nefnd frá allshn. beggja þd. ásamt skrifstofustjóra Alþ. hefur áður athugað frv. og einstakar umsóknir. Fyrir n. í þessari hv. d. lágu tvær nýjar umsóknir um ríkisborgararétt. Allshn. athugaði þessar umsóknir ásamt skrifstofustjóra Alþ. og taldi eðlilegt að verða við þeim tveimur beiðnum, sem þar voru fram bornar, og samkv. því höfum við leyft okkur í n. að bera fram brtt. við frv. á þá leið, að inn í 1. gr. þess bætist í stafrófsröð þeir aðilar, sem n. hefur samþykkt fyrir sitt leyti, að væru færðir þar inn og fengju rétt eins og aðrir þeir, sem áður höfðu sótt um.

Ég tel ekki ástæðu til þess að fara frekar orðum um þetta mál, en n. sem sagt mælir með þessum tveimur nýju umsóknum.