19.05.1972
Neðri deild: 89. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1807 í B-deild Alþingistíðinda. (1829)

77. mál, veiting ríkisborgararéttar

Eysteinn Jónsson:

Ég vil alls ekki hafa á móti úrskurði forseta í þessu, en af því að hv. flm. till. talaði hér um efni till., þá vil ég leyfa mér — og ég vona, að ég brjóti ekki mikið af mér, — að benda á það, að till. hlýtur upphaflega að vera hugsuð sem undanþágumöguleiki frá því, að menn tækju sér algjörlega íslenzkt nafn, en nú yrði í raun og veru aðeins um fornafn að ræða, þannig að aðstaðan er breytt.