16.05.1972
Efri deild: 83. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1809 í B-deild Alþingistíðinda. (1837)

281. mál, hjúkrunarskóli í Reykjavík

Geir Hallgrímsson:

Herra forseti. Mér finnst rétt, ekki sízt þar sem ég var að gagnrýna hæstv. ráðh. fyrir seinagang að því er varðaði síðasta dagskráratriði, að þakka honum sérstaklega fyrir góða afgreiðslu á þessu máli, sem eins og hann gat um átti upptök sín í borgarstjórn Reykjavíkur. Það hefur verið unnið að þessu máli með ágætum og við bindum miklar vonir við það, að þetta frv. verði að lögum. Jafnvel þótt það geti e. t. v. ekki orðið nú á þessu þingi, þótt hér sé um tiltölulega einfalt mál að ræða, þá verði það strax í upphafi næsta þings.