17.05.1972
Neðri deild: 84. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1860 í B-deild Alþingistíðinda. (1887)

255. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Hv. 2. landsk. þm. lýsti hér áður till. um breytingu á 1. gr. þessa frv., þ. e. um breytingu á fjölda manna í stjórn Húsnæðismálastofnunar. Þegar ég sá þessa tillögu, fannst mér þeir hv. þm., sem flytja brtt., fara rétt að hlutunum að hverfa til þess, sem nú er í dag, að stjórn Húsnæðismálastofnunar skipi átta menn, þar af sjö kosnir hlutbundinni kosningu af Sþ. En ég held, að það hljóti að vanta örlítið á tillöguna hjá hv. þm. Þess vegna er ég með brtt. við brtt. um það, að 5. gr. frv. falli niður, því að í tillögu meiri hl. heilbr.- og félmn., ef ég man rétt, þá er lagt til að fella niður 4. gr. frv. og þann hluta 5. gr., sem á við 4. gr. Ég held, að ég fari rétt með. Ég er að vísu ekki með tillöguna hér. Þegar þessir ágætu hv. þm. hafa flutt tillögu um það, að húsnæðismálastjórn skuli skipuð jafnmörgum mönnum og er í dag, þá vantar auðsjáanlega á þessa tillögu það, ef brtt. heilbr.- og félmn. verður samþ., þá vantar tillögu um, að fyrri hluti greinarinnar falli niður, því að í stjórn Húsnæðismálastofnunar í dag sitja átta menn, og þegar komin er tillaga um, að sú tala skuli vera óbreytt, þá veit ég ekki betur en þeir menn, sem kosnir voru fyrir tveimur árum, eigi enn ólokið tveimur árum af umboði sínu sem stjórnendur Húsnæðismálastofnunar. (Félmrh.: Nema Alþ. ákveði annað.) Nema Alþ. ákveði annað. Það er alveg hárrétt, sem hæstv. ráðh. sagði. En að óreyndu ætla ég að halda, að þessir ágætu hv. þm. hafi nú verið að koma þessu frv. í það horf, sem það raunverulega hefði átt í að vera, þ. e. að aðeins væru fluttar 2. og 3. gr. frv. Frv. væri flutt að slepptum 1., 4. og 5. gr.

Ég er með brtt. við brtt., en þar sem fyrri brtt. hefur verið dregin til baka, vil ég spyrja hæstv. forseta, hvað menn geri undir slíkum kringumstæðum. Ég er að sjálfsögðu reiðubúinn að gera hlé á ræðu minni, ef forseti vill athuga málið örlítið. Ég skil, að það getur oft komið fyrir hjá forsetum, að þeir þurfa örlítið að kíkja á þingsköp og sjá, hver fordæmi eru fyrir slíkum málum, og sízt sæti á mér.að gera ekki slíka hluti. Ég hef sjálfur setið í forsetastól og notið lipurðar og góðs samstarfsvilja þm. En brtt. mín er á þá lund, — ég flyt hana ásamt hv. 2. þm. Norðurl. v. og hv. 10. þm. Reykv:, — hún er á þá leið, að við brtt. þeirra fjórmenninganna, sem hv. 2. landsk. þm. lýsti hér áðan, komi, að 5. gr. frv. falli niður. Ég held, eftir því sem ég skil þá tillögu, að þetta hljóti að vanta. Og ég mundi vilja fá að leggja tillöguna fram. Hún er að vísu skrifleg og of seint fram komin, og ég er reiðubúinn til þess að gera hlé á máli mínu, á meðan forseti athugar, hvernig fara skuli með þá tillögu samkv. þingsköpum.