17.05.1972
Neðri deild: 84. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1861 í B-deild Alþingistíðinda. (1888)

255. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Forseti (GilsG):

Ég vil í tilefni af ræðu hv. 1. þm. Reykn. aðeins benda honum á það, að sú brtt., sem flutt var hér áðan af Pétri Péturssyni o. fl., hefur verið tekin aftur til 3. umr. og liggur því ekki lengur fyrir. Þar af leiðandi getur ekki verið um það að ræða að flytja brtt. við þá brtt., sem ekki liggur fyrir þinginu að svo komnu máli. Vil ég eindregið fara þess á leit við hv. þm. eða henda honum á, að hann flytji brtt. sína, þegar hin brtt. liggur fyrir. Fyrr getur það ekki orðið.