17.05.1972
Neðri deild: 84. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1861 í B-deild Alþingistíðinda. (1889)

255. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Ég skal að sjálfsögðu verða við beiðni forsetans og líta svo á, að tillaga fjórmenninganna hafi verið dregin til baka og sú tillaga, sem ég hér flyt, geti þar af leiðandi ekki komið fram öðruvísi en hún yrði sjálfstæð tillaga, en hún er fyrst og fremst flutt vegna tillögu þeirra fjórmenninganna og getur þar af leiðandi ekki komið fyrr en við 3. umr. Ég verð þá að áskilja mér allan rétt til þess að ræða málið nánar við þá umr.