17.12.1971
Efri deild: 31. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1950 í B-deild Alþingistíðinda. (2000)

104. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Frsm. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Heilbr.- og félmn. hefur haft til athugunar þetta frv. um breyt. á lögum um Húsnæðismálastofnun ríkisins. Eins og fram kemur í grg. með frv., er það flutt til þess að auðvelda fámennum sveitarfélögum að notfæra sér ákvæði núgildandi laga um Húsnæðismálastofnun í sambandi við byggingu verkamannabústaða, þ. e. þá hagkvæmni, sem fylgir byggingu staðlaðra íbúða í fjölbýlishúsum.

Heilbr.- og félmn. hefur lagt til einróma, að frv. verði samþ. Einn nm., Ásgeir Bjarnason, var fjarverandi, þegar málið var afgreitt í nefndinni.