17.04.1972
Neðri deild: 62. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1974 í B-deild Alþingistíðinda. (2121)

120. mál, orkulög

Frsm. (Lárus Jónsson):

Herra forseti. Iðnn. hefur haft til meðferðar frv. til l. um breytingu á orkulögum nr. 58 frá 29. apríl 1967 og hefur gefið út svofellt nál.:

„Nefndin hefur athugað frv. og þær umsagnir, er fyrir lágu, þ. e. a. s. frá Rannsóknaráði ríkisins, Orkustofnun, Sambandi íslenzkra sveitarfélaga og borgarverkfræðingi í Reykjavík. Nefndin mælir með samþykkt frv., eins og Ed. gekk frá því. — Fjarstaddur var Pétur Pétursson.“

Ég vil aðeins benda á það í framhaldi af þessu, að hv. Ed. gerði svofellda brtt. á frv. við 1. gr. Orðin „samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð“ falli niður. Ég sé ekki ástæðu til að gera frekar grein fyrir þessu.