17.04.1972
Neðri deild: 62. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2023 í B-deild Alþingistíðinda. (2222)

231. mál, dýralæknar

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Þetta mál var að beiðni hæstv. landbrh. flutt af landbn. N. hefur athugað frv. og mælir einróma með samþykkt þess, en þegar málið var til umr., komu fram tilmæli um það að athuga um breytingu á því, þ. e. a. s.: það yrði komið með þá brtt. að stofna nýtt dýralæknisumdæmi á milli sanda í Skaftafellssýslu. Málið lá nú ekki nógu vel fyrir, þegar við afgreiddum þetta, en af þeirri ástæðu, að við vissum, að það mundu koma fljótlega gögn um þetta mál, og þau liggja nú fyrir, þá áskilur n. sér rétt til þess að koma með brtt. fyrir 3. umr., en leggur sem sagt að öðru leyti til. að frv. verði samþykkt.