13.05.1972
Neðri deild: 80. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2042 í B-deild Alþingistíðinda. (2288)

67. mál, íþróttalög

Frsm. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Menntmn. þessarar d. hefur haft til meðferðar frv. til l. um breyt. á íþróttalögum nr. 49 frá 1956 og orðið sammála um að mæla með samþykkt frv., eins og það kom frá Nd. en þar voru gerðar á því allverulegar breytingar.

Ég ætla ekki að hafa um þetta mörg orð. Ég vil aðeins segja það sem persónulega skoðun mína, að ég harma að ýmsu leyti, að fellt hefur verið úr ákvæði til bráðabirgða, sem var í upphaflega frv., en það var þess efnis, að vangreiddur bókfærður stofnkostnaður íþróttamannvirkja í íþróttasjóði verði gerður upp á næstu 5–6 árum. Ég tel mikla nauðsyn á því, að þessi skuldahali verði gerður upp sem fyrst, og vil láta þá skoðun mína koma hér fram.