11.11.1971
Sameinað þing: 12. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í B-deild Alþingistíðinda. (23)

71. mál, innlent lán

Lárus Jónsson:

Herra forseti. Það er aðeins örstutt fsp. út af þessu máli, sem hér er til afgreiðslu. Það kom fram hér í ræðu hæstv. ráðh., að þetta fjármagn er ætlað til að fjármagna framkvæmdaáætlun ríkisstj. Mér hefði fundizt eðlilegra, að hv. þd. vissi um það, til hvers hún væri að afla fjár. Það kom fram líka í ræðu hæstv. ráðh. að Framkvæmdastofnun ríkisins, sem á döfinni er, eigi að gera þessa framkvæmdaáætlun. Í þessu sambandi vil ég spyrja, hversu lengi eigi að bíða eftir frv. að l. um þessa framkvæmdastofnun og hvenær má d. vænta þess, að framkvæmdaáætlun liggi fyrir, svo að henni sé kunnugt, til hvers hún er að afla fjárins.