15.05.1972
Efri deild: 81. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2044 í B-deild Alþingistíðinda. (2303)

235. mál, skipulagslög

Frsm. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Frv. þetta er komið frá Nd., þar sem það var flutt af þm. frá öllum flokkum og samþ. samhljóða. Frv. var, eins og kemur fram í grg., flutt að beiðni stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga. og tilgangur þess er sá að auðvelda sveitarstjórnum að annast skipulagsmál sín undir yfirstjórn skipulagsstjórnar ríkisins.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um efni frv.; það kemur ljóst fram í grg. Heilbr.- og félmn. þessarar hv. d. hefur haft frv. til athugunar, og eins og fram kemur í nál. á þskj. 786, leggur n. einróma til, að frv. verði samþykkt.