16.05.1972
Efri deild: 84. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2056 í B-deild Alþingistíðinda. (2335)

253. mál, þingsköp Alþingis

Frsm. (Björn Fr. Björnsson):

Herra forseti. Þar sem ég hef nokkurn hug á að flytja skrifl. brtt. á þá lund, sem ég minntist á síðast í ræðu minni hér áður, en mér hefur ekki unnizt tími til þess að skrifa hana, þyrfti ég svo sem eina mínútu til þess að koma þessu á blað, svo að ég geti afhent herra forseta hana til fyrirgreiðslu. (Forseti: Það verður séð til þess.)

Herra forseti. Þá leyfi ég mér samkv. áður sögðu að flytja brtt. við þingskapafrv. á þessa leið: Við 13. gr. Í stað orðanna „formanni hvers þingflokks“ komi: þingmönnum sem trúnaðarmál.