17.05.1972
Efri deild: 85. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2065 í B-deild Alþingistíðinda. (2358)

145. mál, iðnfræðsla

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. Eins og hv. frsm. n. tók fram, höfum við hv. 2. þm. Reykv. skrifað undir nál. með fyrirvara. Við höfum samþ. meðmæli með þessu frv. Við teljum, að fræðslustarfsemi fyrir iðnnema, sem frv. gerir ráð fyrir, sé mjög æskileg og erum því fylgjandi, að henni verði komið í framkvæmd. En við hefðum kosið, að fé yrði veitt í fjárlögum í þessu skyni, fremur en að taka upp nýjan markaðan skatt og leggja hluta af kostnaðinum á iðnnema.