12.05.1972
Sameinað þing: 68. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2122 í B-deild Alþingistíðinda. (2452)

Almennar stjórnmálaumræður

Forseti (EystJ):

Fundur er settur í sameinuðu Alþingi. Gengið er til dagskrár og tekið fyrir eina dagskrármálið, almennar stjórnmálaumræður, eldhúsdagsumræður, útvarpsumræður.

Umræðan fer þannig fram í kvöld, að hver þingflokkur fær til umráða 40 mínútur, er skiptast jafnt í tvær umferðir. Röð flokkanna í báðum umferðum verður þessi: Sjálfstfl., Framsfl., Alþfl., SF og Alþb. Ræðumenn verða fyrir Sjálfstfl. í fyrri umferð: 1. þm. Reykv., Jóhann Hafstein, í síðari umferð 5. þm. Reykv., Gunnar Thoroddsen, og Ólafur G. Einarsson, 11. landsk. þm. Fyrir Framsfl. í fyrri umferð: Forsrh., Ólafur Jóhannesson, og í síðari umferð utanrrh., Einar Ágústsson. Fyrir Alþfl. í fyrri umferð: 2. landsk. þm., Pétur Pétursson, og í síðari umferð 5. landsk. þm., Stefán Gunnlaugsson. Fyrir SF í fyrri umferð: Menntmrh., Magnús T. Ólafsson, og í síðari umferð 6. þm. Norðurl. e., Björn Jónsson. Fyrir Alþb. í fyrri umferð: Iðnrh., Magnús Kjartansson, og í síðari umferð 5. þm. Sunnl., Garðar Sigurðsson, og 8. þm. Reykv., Sigurður Magnússon. — Hefst nú umræðan, og tekur fyrstur til máls hv. 1. þm. Reykv., Jóhann Hafstein, og talar af hálfu Sjálfstfl.