12.05.1972
Sameinað þing: 68. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2176 í B-deild Alþingistíðinda. (2465)

Almennar stjórnmálaumræður

Forseti (EystJ):

Umræðan fer þannig fram í kvöld, að hver flokkur fær 45 mín. ræðutíma, sem skiptist í þrjár umferðir, 20 mín. í fyrstu umferð, 15 mín. í annarri og 10 mín. í þriðju umferð. Röð flokkanna í öllum umferðum verður þannig: Framsfl., Sjálfstfl., Alþfl. og Alþb.

Ræðumenn verða fyrir Framsfl.: Í 1. umferð hv. 1. þm. Vestf., Steingrímur Hermannsson, og hv. 5. þm. Austf., Vilhjálmur Hjálmarsson, í 2. umferð hæstv. fjmrh., Halldór E. Sigurðsson, og í 3. umferð hv. 4. þm. Reykv., Þórarinn Þórarinsson.

Fyrir SF: Í fyrstu umferð hæstv. samgrh., Hannibal Valdimarsson, og hv. 7. landsk. þm., Karvel Pálmason, í 2. umferð hv. 3. landsk. þm., Bjarni Guðnason, og í 3. umferð aftur hæstv. samgrh., Hannibal Valdimarsson.

Fyrir Sjálfstfl.: Í 1. umferð hv. 2. þm. Reykv., Geir Hallgrímsson, og hv. 5. þm. Norðurl. e., Lárus Jónsson, í 2. umferð hv. 9. landsk. þm., Ellert B. Schram, og hv. 12. þm. Reykv., Ragnhildur Helgadóttir, og í 3. umferð hv. 1. þm. Sunnl., Ingólfur Jónsson.

Fyrir Alþfl.: Í 1. umferð hv. 8. landsk. þm., Benedikt Gröndal í 2. umferð hv. 5. þm. Reykn., Jón Árm. Héðinsson, og í 3. umferð hv. 7. þm. Reykv., Gylfi Þ. Gíslason.

Fyrir Alþb.: Í 1. umferð hv. 4. þm. Norðurl. v., Ragnar Arnalds, og hæstv. sjútvrh., Lúðvík Jósepsson, í 2. umferð hv. 4. landsk. þm., Svava Jakobsdóttir, og í 3. umferð hv. 4. þm. Reykn., Gils Guðmundsson.

Hefst nú umræðan og tekur fyrstur til máls hv. 1. þm. Vestf., Steingrímur Hermannsson, og talar af hálfu Framsfl.