23.11.1971
Sameinað þing: 16. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2340 í B-deild Alþingistíðinda. (2503)

Skýrsla um utanríkismál

Forseti (EystJ):

Ég vil beina því til hv. þm., að hér á dagskránni næst á eftir er þáltill. um öryggismál Íslands, og 12. mál er einnig till. um öryggismál Íslands, þannig að á næstunni hefur hann fleiri en eitt tækifæri til þess að ræða þessi efni sérstaklega við hæstv. forsrh. Og ég sé því ekki ástæðu til þess að úrskurða, að umr. skuli hætt eða frestað. Nú hafði hv. þm. kvatt sér hljóðs, og hv. 1. þm. Reykv. hefur því orðið.

Ég vil aðeins bæta því við, að ég tel vel fyrir séð, ef hæstv. utanrrh. er hér við umr., og vona, að hv. þm. fallist á það.