18.05.1972
Sameinað þing: 74. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2346 í B-deild Alþingistíðinda. (2507)

Skýrsla um utanríkismál

Utanrrh. (Einar Ágústsson):

Herra forseti. Hér fyrr í vetur flutti ég skýrslu um utanríkismál, og urðu um hana talsverðar umr., eins og hv. þm. er vafalaust í fersku minni. Þá lét ég þess getið og lofaði því raunar, að fyrir þinglok mundi önnur skýrsla um utanríkismál verða lögð fram. Þetta hefur nú dregizt nokkuð og e. t. v. úr hömlu að segja má, en á fundi utanrmn. fyrir nokkru síðan kannaði ég það hjá utanrmn.-mönnum, hvort þeir mundu telja það nokkrar efndir á þessu loforði, ef ég útbýtti fjölritaðri skýrslu fyrir þinglokin, þó að af minni hálfu yrði ekki um hana umr. eða henni ekki fylgt úr hlaði með ræðu. Nú hef ég leyft mér að leggja þessa skýrslu á borð hv. þm. og með því að svo er áliðið þings, þá vona ég, að hv. alþm. geti fallizt á það með utanrmn.-mönnum, að það sé þó betra að fá þessa skýrslu heldur en ekki, þó að ekki vinnist tími til að ræða hana hér.

Ég sé svo ekki ástæðu til þess að fara um þetta fleiri orðum, nema tilefni gefist til.