15.11.1971
Neðri deild: 13. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2355 í B-deild Alþingistíðinda. (2519)

Launa og kaupgjaldsmál

Guðlaugur Gíslason:

Herra forseti. Það er rétt hjá hæstv. forseta, að þetta er aðeins stutt aths. Ég fékk ekki svar við þeirri spurningu, sem ég bar hér upp til hæstv. forsrh. áðan, þegar ég spurði um, hvað stjórnin hefði metið vinnutímastyttinguna mikils sem launauppbót eða kaupmáttaraukningu launa. Hæstv. forsrh. svaraði því, að þetta væru ákveðnar prósentur í útgjöldum til atvinnuveganna eða fyrir atvinnuvegina. Þetta liggur auðvitað í augum uppi, að stytting vinnutímans um 10% eru 10% útgjöld fyrir atvinnuvegina að þessu leyti. En ég vil endurtaka spurningu mína, vegna þess að mjög mikið er um það talað meðal launþega og mjög mikið um það spurt, hvað stjórnin meti vinnutímastyttinguna mikils sem hagræði fyrir launþega, annaðhvort sem beina kauphækkun eða sem aukningu kaupmáttar launanna.