15.11.1971
Neðri deild: 13. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2363 í B-deild Alþingistíðinda. (2530)

Launa og kaupgjaldsmál

Jóhann Hafstein:

Herra forseti. Ég þarf nú ekki að hafa neinn hávaða hér í ræðustólnum. Gerðardómsákvæðum æ ofan í æ hefði verið miklu betra, að þm. gerði grein fyrir, en hefði ekki bara sagt: æ ofan í æ ofan í æ. Og hann hefði átt að gera grein fyrir því eða reyna að hrekja það, sem er meginefni málsins, að hvað sem einstökum aðgerðum líður í það og það skiptið er það óhrekjandi niðurstaða, og nú bið ég hv. þm. að taka eftir, — eða vill hann hrekja það, að verkalýðurinn hafi á þessu árabili fengið sinn hlut af þjóðartekjunum og ríflega það af auknum þjóðartekjum og aukinni þjóðarframleiðslu? Það er það, sem máli skiptir, að kjarabætur almennings í landinu voru allan tímann í hlutfalli við þá aukningu á þjóðartekjum og þjóðarframleiðslu, sem varð á þessu tímabili. Og meðan svo er, er sannarlega ekki hægt að tala um áþján af hálfu ríkisvaldsins á verkalýðnum. Þetta er meginefni málsins. Er þetta rétt eða er þetta rangt?