14.02.1972
Neðri deild: 41. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2405 í B-deild Alþingistíðinda. (2567)

Launa og kaupgjaldsmál

Gunnar Gíslason:

Herra forseti. Það eru aðeins tvær, þrjár setningar. Ég er þeirrar skoðunar, að það sé ekki rétt, sem hv. 7. landsk. þm. sagði hér áðan, að fyrrv. ríkisstj. hefði neitað opinberum starfsmönnum um 15% launahækkun árið 1964. Ef ég man rétt, þá var það Kjaradómur, sem úrskurðaði, að þeir ættu ekki að fá þessa launahækkun. Það leiðréttist þá, ef ég fer ekki með rétt mál í þessu efni.

Ég kom hérna inn áðan, þegar hv. samþm. minn, 3. þm. Norðurl. v., var að ljúka máli sínu, og heyrði ekki allt, sem hann sagði. En mér heyrðist á lokum ræðu hans, að hún hefði verið þetta venjulega, dæmalausa glamur, sem hann viðhefur, þegar hann tekur til máls hér í þinginu. Og ég get ekki látið hjá líða að mótmæla þeim áburði, sem hann hefur hér í frammi, þegar hann er að gefa í skyn, að opinberir starfsmenn eða a. m. k. einhverjir þeirra séu fullir við störf sín annan hvern dag og svikist um í starfa sinum. Ég mótmæli þessum áburði á opinbera starfsmenn.