11.12.1971
Sameinað þing: 22. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2421 í B-deild Alþingistíðinda. (2586)

Herstöðva- og varnarmál

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Ég tel mig alls ekki þurfa að bera af mér nokkrar sakir. (Forseti: Það er ekki hægt að veita þér orðið til annars.) Þá tek ég mér bessaleyfi að veita upplýsingar í stað þess að bera af mér sakir. Póstsamgöngur milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar eru ágætar, og einmitt í húsi Jóns Sigurðssonar liggja á neðstu hæðinni öll blöð, sem út koma á Íslandi, og koma þangað minnst vikulega, því að ég hef átt þess kost að lesa öll íslenzk blöð og hef gert það dyggilega, auk margra erlendra blaða, sem ég hef lesið.