11.11.1971
Sameinað þing: 12. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 27 í B-deild Alþingistíðinda. (26)

71. mál, innlent lán

Lárus Jónsson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðh. svörin. Í svari hans kom þó ekki fram meginefni þess, sem ég spurði, þ.e.a.s. hvenær þd. mundi fá að sjá drög að framkvæmdaáætlun þeirri, sem ætlað er að afla fjár til með þessu frv. til l., sem hér er til umr. Það hefði að mínum dómi verið eðlilegt, að þessi drög lægju fyrir nú, þó að það væri ætlun ríkisstj. að Framkvæmdastofnunin fjallaði um þessi mál og að þessi drög breyttust í meðförum þingsins. Það er sjálfsagt, að þau geta breytzt, en það hefði verið ólíkt eðlilegra að mínum dómi, að þd. hefði fengið að sjá einhver drög að því, hvernig nota skyldi það fé, sem hún er beðin um með þessu frv. að ljá máls á að aflað verði. Ég vil því endurtaka spurningu mína: Hvenær fær þd. að sjá drög að framkvæmda- og fjáröflunaráætlun ríkisstj. fyrir árið 1972?