13.03.1972
Efri deild: 54. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2482 í B-deild Alþingistíðinda. (2662)

Afgreiðsla mála úr nefndum

Halldór Kristjánsson:

Herra forseti. Þar sem ég mun nú eiga að gegna formennsku í sjútvn. í veikindaforföllum Bjarna Guðbjörnssonar, þá vil ég aðeins geta þess, að það er sjálfsagt að nota fundartíma n. á morgun til að hafa fund, og ég vil jafnframt bæta því við, að hv. síðasti ræðumaður hefði vel getað sparað þinginu þann tíma, sem farið hefur í ræðu hans, með því að tala við mig fyrri um það að boða til fundar í nefndinni.