13.03.1972
Efri deild: 54. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2483 í B-deild Alþingistíðinda. (2663)

Afgreiðsla mála úr nefndum

Jón Árnason:

Herra forseti. Út af þessari aths. hv. 4. þm. Vestf. vil ég aðeins segja það, að vitanlega á hann ekki hér mikla sök. Hann hefur aðeins setið hér örfáa daga á þingi, en fyrirrennari hans, sem er formaður n., er búinn að sitja hér eins og við hinir alla tíð frá því að þing var sett í haust og hefur því engar slíkar afsakanir. Ég gerði nú svipaða aths. og hv. þm. gerði, þegar hæstv. núv. forsrh. ræddi á sama hátt mál hér á síðasta þingi. En hann hafði ekkert við það að athuga og fannst það ekkert óeðlilegt og sagði, að það ætti hver formaður að sjá um sína skipshöfn og það meina ég líka núna að þessu sinni við hv. þm.