05.04.1972
Sameinað þing: 53. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2483 í B-deild Alþingistíðinda. (2664)

Afgreiðsla mála úr nefndum

Jóhann Hafstein:

Herra forseti. Ég hef kvatt mér hljóðs utan dagskrár, ekki til þess að hefja neinar umr. nú á þessum fundi af skiljanlegum ástæðum, þar sem til hans var fyrst og fremst boðað til þess að minnast látins fyrrv. þm. En sitthvað hefur skeð í stjórnmálunum í þinghléinu í tengslum við Keflavíkurflugvöll, eins og alkunnugt er, og við ræddum það nokkuð á þingfundi sjálfstæðismanna fyrir hádegið í dag. Og það er í framhaldi af þeim fundi, sem mig langar til þess að beina þeim tilmælum til hv. formanns utanrmn., að boðað verði til fundar í utanrmn. í dag að loknum þingfundum, þar sem nm. gæfist kostur á að ræða viss mál við hæstv. utanrrh. Eins og kunnugt er, þá er gert ráð fyrir því, að varnar- og öryggismálin verði á dagskrá í Sþ. á morgun og ég teldi vinning að því, að okkur gæfist kostur á, að slíkur fundur, sem ég nú hef óskað eftir, yrði haldinn áður en til þeirra umr. kæmi.