02.11.1971
Sameinað þing: 9. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2492 í B-deild Alþingistíðinda. (2682)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. N. hefur haft til athugunar kjörbréf Bjarnfríðar Leósdóttur. Fyrir n. lá svo hljóðandi vottorð frá yfirkjörstjórn:

„Akranesi, 29. okt. 1971.

Það vottast hér með, að við kosningar til Alþ. þann 13. júní 1971 var Bjarnfríður Leósdóttir húsfreyja, Stekkholti 13, Akranesi, nr. 3 á lista Alþb. í Vesturlandskjördæmi. Er hún því rétt kjörin 2. varamaður Jónasar Árnasonar alþm., sem kjörinn var 5. þm. Vesturl. í greindum kosningum.

F.h. yfirkjörstjórnar Vesturlandskjördæmis.

Jónas Thoroddsen, formaður.“

N. hefur samþ. að taka þessa yfirlýsingu gilda sem kjörbréf væri. N. leggur til að kosning varamannsins verði gild metin og kjörbréfið samþykkt.