11.11.1971
Sameinað þing: 13. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2493 í B-deild Alþingistíðinda. (2689)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (EystJ):

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf: „Reykjavík, 10. nóv. 1971.

Oddur Ólafsson, 3. þm. Reykn., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er nú á förum til útlanda í opinberum erindum, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að varamaður minn, Axel Jónsson bæjarfulltrúi í Kópavogi, taki á meðan sæti mitt á Alþ.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um, að þér látið fara fram í Sþ: rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Björn Jónsson, forseti Ed.